Endingargóðar sýnileika vinnubuxur með léttri einangrun framleiddar úr 37.5® og Repreve® pólýester. Lokaðir saumar tryggja vatnsheldni. Buxurnar eru einnig með teygju í klofi fyrir gott snið og þægindi. Áfestanleg axlabönd, stórir vasar að aftan, vasi fyrir tommustokk og lærisvasi með festingu fyrir persónuskilríki. Þar að auki eru buxurnar með stormvasa sem halda innihaldinu öruggu og vernda það gegn veðri og vindum.
- Endingargott og vatnshelt tveggja laga efni
- Einangrun úr 37.5® og Repreve® endurunnu pólýester
- Lokaðir saumar
- Vottaðar í sýnileikaflokk 2 samkvæmt EN 20471
- Endurskinsborðar