Endurhlaðanlegt LED pennaljós fyrir fagfólk
MAG PEN 3, grannt og fágað pennaljós sem er nauðsynlegt fyrir allt fagfólk – það er ávallt til reiðu!
Samanborið við fyrri útgáfu hefur MAG PEN 3 verið uppfært með einstaklega sparneytni COB LED tækni, sem veitir allt að 150 lúmen. Nú er einnig að finna þreplausan dimmir sem gerir kleift að stilla lýsinguna á bilinu 10% – 100% svo ljósstyrkurinn henti verkefninu sem er fyrir hendi.
MAG PEN 3 veitir öfluga lýsingu, bæði frá hliðarljósinu og nákvæma toppljósinu. Rofi á hliðinni tryggir að auðvelt er að kveikja og slökkva á ljósinu með einni hendi.
Sterkbyggt gúmmí á yfirborði og endingargóð samsetning með þægilegu gripi. Hönnunin er fyrirferðalítil sem gerir pennaljósinu kleift að lýsa allt vel upp, jafnvel á óaðgengilegustu svæðunum.
MAG PEN 3 er með innbyggðum seglum sem nýtast bæði í að halda ljósinu uppi og í geymslu – bæði í klemmunni (bætt í hönnun MAG PEN 3) og á botni pennaljóssins. Hægt er að snúa klemmunni sem gerir seglana enn nytsamlegri í erfiðum aðstæðum og í mismunandi áttum.
Endurhlaðanlega pennaljósið gerir þér kleift að eyða meiri tíma í vinnuna og komast þannig hjá því að finna og skipta um rafhlöður, sem getur verið tímafrekt.
Af hverju þú ættir að velja MAG PEN 3
- Fyrirferðalítið LED pennaljós sem veitir allt að 150 lúmen
- Þrepalaus dimmir sem gerir kleift að stilla lýsinguna á bilinu 10% – 100%
- Hönnunin er fyrirferðalítil sem gerir pennaljósinu kleift að lýsa upp óaðgengilegustu svæðin
- Vinnuvistvæn hönnun tryggir þægilegt og sterkt grip
- Allt að 20 klukkutíma rafhlöðuending svo ljósið endist allan vinnudaginn
// Vinsamlegast athugið, það fylgir ekki hleðslukubbur með MAG PEN 3, aðeins hleðslusnúra
// Hönnun MAG PEN 3 einstök og er varin með einkaleyfi í Evrópu: RCD No 4070035.