HAGI ehf

Frá öndverðum sjöunda áratugnum hefur HILTI umboðið á Íslandi verið í höndum fjölskyldu Óskars G. Sigurðssonar. Í dag er fyrirtækið rekið undir nafninu HAGI ehf. og er aðsetur þess í rúmgóðu húsnæði að Stórhöfða 37 í Reykjavík. Þar er starfrækt verslun, vélaleiga og verkstæði. Hjá fyrirtækinu eru sjö fastráðnir starfsmenn.

Vélaleiga

Við erum með mikið úrval af Hilti verkfærum bæði til leigu og sölu. Endilega hafðu samband ef þig vantar verkfæri.

Vélaleiga

Birgjarnir okkar

Við erum með marga vel valda birgja sem framleiða hágæða iðnaðar vörur sem nýtast öllum sem ætla sér verk að vinna.

Birgjarnir

Verslun HAGI

Núverandi aðsetur HAGI ehf, að Stórhöfða 37, var tekið í notkun árið 2006. Þar er fyrirliggjandi mjög rúmgóður sýningarsalur, sem geymir þverskurðinn af fjölbreyttu vöruframboði HILTI enda er uppsetning hans samkvæmt staðli móðurfélagsins. Í salnum er til reiðu geysilegt úrval meðfærilegra rafmagnsverkfæra sem eiga það sammerkt að vinna sig í gegnum steypu eða stál á enn eða annan hátt.

Auk HILTI vörulínunnar hefur HAGI ehf. opnað 260m² vinnufata- og öryggisvöruverslun við hlið HILTI verslunarinnar. Þar er boðið upp á vinnuföt og öryggisvörur frá heimsþekktum framleiðendum á borð við Honeywell, Snickers Workwear, Hellberg, UVEX, Miller og margt fleira.

Opnunartímar

Virkir dagar: 08:00 – 18:00

Laugardagar: 10:00 – 12:00

Sunnudagar: Lokað

Lokað er á laugardögum frá júní til ágúst

UPPLÝSINGAR

Staðsetning: Stórhöfði 37, 110 Reykjavík

Sími: 414 3700