Fjölhæft COB LED handljós fyrir skoðanir og eftirlit
UNIFORM er fyrirferðalítið LED handljós með afkastamiklu kastljósi, sem gerir það að fullkomnu ljósi fyrir skoðanir og eftirlit.
Hausinn á ljósinu beygist allt að 180° svo hægt sé að hafa það í nákvæmlega þeirri stöðu sem þú þarfnast hverju sinni. Yfirborðsefni og lögun ljóssins veita þægilegt og vinnuvistvænt grip.
Hægt er að koma ljósinu fyrir hvar sem er á meðan þú vinnur þökk sé sterkbyggðum krók sem hægt er að snúa í þá átt sem hentar best og sterkum innbyggðum segli aftan á ljósinu. Fyrirferðalítil hönnun gerir þér kleift að hafa ljósið á þér hvert sem þú ferð.
UNIFORM hefur tvær stillingar fyrir ljósstyrk, 50% eða 100%, svo þú getir breytt birtustiginu eftir aðstæðum. Þetta endurhlaðanlega handljós sýnir einnig stöðu rafhlöðunar að framan, svo þú vitir fyrirfram hvenær það þarf hleðslu.
Af hverju að velja UNIFORM?
- Hágæða vinnuljós sem veitir hátt birtustig, fullkomið fyrir skoðanir og eftirlit
- Vertu með ljósið í þeirri stöðu sem hentar þér best; Haus sem hægt er að beygja allt að 180°
- Ryk- og vatnsþolið svo hægt sé að nota það við hvaða aðstæður sem er
- Fyrirferðalítil hönnun svo hægt sé að nota ljósið í ýmiss konar verkefni
- Hægt er að koma ljósinu fyrir hvar sem er þökk sé sterkbyggðum krók sem hægt er að snúa og sterkum innbyggðum segli
// Hönnun UNIFORM er einstök og er varin með einkaleyfi í Evrópu RCD No 2954123. UNIFORM er einnig varið með CN hönnunareinkaleyfi No ZL201630333530.8 og CN Utility Model Patent No ZL201620767914.5