Léttur flísjakki í kvenmannssniði framleiddur úr háþróuðu POLARTEC® pólýester flísefni sem andar vel, veitir framúrskarandi einangrun og er mjúkt viðkomu. Efnið inniheldur 80% endurunnið pólýester, sem gerir þennan mjúka og þægilega jakka að hagnýtum og sjálfbærum kosti. Jakkinn er einnig með gat fyrir þumal í ermalíningu, þrjá rennda vasa og teygju neðst á flíkinni sem hægt er að þrengja til að tryggja gott snið. Hentar vel sem bæði miðju og ytra lag.
- POLARTEC® endurunnið flísefni
- Renndir hliðarvasar og bringuvasi
- Teygja neðst á flíkinni sem hægt er að þrengja
- Gat fyrir þumal í ermalíningu
- Svartir rennilásar
- Kvenmannssnið