Sýnileikaúlpa framleidd úr vatnsheldu tveggja-laga efni sem andar vel og veitir hversdagsleg vinnuþægindi við kaldar og blautar aðstæður. 37.5® einangrunarfylling og fóðring úr þrívíðum möskva veita einangrun og góða líkamshitastjórnun, og fyrirfram beygðar ermar og teygjuspjöld fyrir aftan axlir tryggja góða hreyfigetu og þægindi. Þar að auki er úlpan með endurskinsborða sem veita endingargóðan sýnileika í flokki 3 samkvæmt EN ISO 20471. CORDURA® styrkingar á olnbogum og EN 343 vottun.
- Vatnshelt tveggja-laga skelefni sem andar vel
- Fyrirfram beygðar ermar og teygjuspjöld fyrir aftan axlir
- 37.5® einangrunarfylling og fóðring úr þrívíðum möskva að aftan
- Endurskinsborðar tryggja öruggan og endingargóðan sýnileika í flokki 3
- Styrking á olnbogum, svæði sem hrinda frá sér óhreinindum neðst á úlpunni og á endum á ermum, áfestanleg hetta