Ófóðraður sýnileikajakki með góðri teygju til hversdagslegra nota. Jakkinn er framleiddur úr endingargóðu efni sem er ryk- og vatnsfælið, og úr 2-átta teygjanlegu efni sem eykur hreyfigetu. Hitalokaðir endurskinsborðar veita endingargóða og áreiðanlega vörn þegar skyggni er lítið. Þar að auki er jakkinn með CORDURA® styrkt svæði að framan og á endum á ermum sem hrinda frá sér óhreinindum og auka endingu. Fyrirfram beygðar ermar og teygja í ermalíningu auka hreyfigetu, og 2-átta rennilás eykur aðgengi að verkfærum. Jakkinn er aðeins síðari að aftan og er með teygju neðst sem hægt er að nota til að þrengja jakkann að neðan svo hann passi sem best.
- Aðalefni er með 2-átta teygju
- Hitalokaðir endurskinsborðar veita sýnileika í flokki 2
- CORDURA® styrkt svæði sem henda frá sér óhreinindum
- Fyrirfram beygðar ermar veita þægindi og auka hreyfigetu
- 2-átta rennilás eykur aðgengi að verkfærum