Vindheldur og vatnsfælinn sýnileikajakki til hversdagslegra nota á vinnusvæðum sem krefjast sýnileika í flokki 3. Þessi fjölhæfi vinnujakki er framleiddur úr hagnýtu softshell efni og er með CORDURA® styrkingum á olnbogum til að auka endingu. Aukin ermasídd veitir aukna vörn án þess að hindra afköst, og aukin sídd að aftan tryggir vörn í hvaða stöðu sem er. Þar að auki er teygja neðst á jakkanum sem hægt er að þrengja sem eykur sveigjanleika og tveggja-átta YKK rennilás sem gerir kleift að opna jakkann að neðan til að komast í verkfæri á innra lagi og eykur einnig hreyfigetu þegar þurfa þykir. Hentugur vasi að innan. Nóg af plássi fyrir merkingar.
- Sýnileiki í flokki 3 (EN 20471)
- Sérhannað snið með fyrirfram beygðum, CORDURA® styrktum olnbogum til að hámarka hreyfigetu
- Flísfóðring og hár kragi veita þægindi og hlýju
- Hitalokaðir endurskinsborðar á ermum, öxlum og á búk til að hámarka sýnileika og öryggi. (Vegna plássleysis eru engir endurskinsborðar yfir öxlum á jökkum í stærð XS)
- Teygja neðst á jakkanum sem hægt er að þrengja fyrir teygjanlegt, þröngt snið að neðan