Fjölhæft og endurhlaðanlegt LED handljós
MAG PRO kemur í stað MAG 3 (03.5401) og hefur nú þreplausan dimmir sem getur stillt ljósstyrkinn á bilinu 10% – 100%. Samanborið við MAG 3 er einnig búið að tvöfalda ljósstyrkin og uppfæra ryk- og vatnsþéttnina í IP54 svo hægt sé að nota ljósið við erfiðari aðstæður. Nú er einnig hægt að sjá stöðu rafhlöðunnar framan á ljósinu, svo þú vitir fyrirfram hvenær það mun þurfa hleðslu.
Þrír sterkir innbyggðir seglar og tveir krókar gera þér kleift að hafa ljósið í nákvæmlega þeirri stöðu sem þú villt. Nýja hönnun MAG PRO veitir vinnuvistvænt og gott grip, og hægt er að beygja hausinn allt að 180°.
MAG vörulínan samanstendur af fjölhæfum og öflugum vinnuljósum sem allt fagfólk þarf að hafa í verkfæratöskunni sinni!
Af hverju að velja MAG PRO?
- Tvöfaldur ljósstyrkur miðað við MAG 3
- Þreplaus dimmir frá 10% upp í 100%
- Ný hönnun þar sem hægt er að fylgjast með stöðu rafhlöðunnar að framan
- Sveigjanlegt og fjölhæft LED vinnuljós sem hefur endalausa möguleika
- Eitthvað sem allt fagfólk þarf að hafa í verkfæratöskunni sinni