Einstaklega fyrirferðalítið og endingargott pennaljós sem veitir 75 lúmen
FLASH PENCIL er einstaklega endingargott og í hæsta gæðaflokki, hannað fyrir fagfólk. Ljósstyrkurinn hefur verið bættur til muna, virknin er meiri, og hönnunin er fyrirferðalítil líkt og áður. Þetta pennaljós er því eitthvað sem allir sem sinna skoðunum og eftirliti verða að hafa. Það er einstaklega mjótt, aðeins ø15mm.
Pennaljósið veitir allt að 75 lúmen, og ljósið drífur allt að 40 m. Innbyggð klemma og hannað til að vera ávallt til reiðu í bringuvasa.
Pennaljósið er framleitt úr rafhúðuðu áli til að hámarka endingu og hefur vinnuvistvænt og öruggt grip. Það er einnig einstaklega létt, aðeins 32g. Vatnshelt. IP54.
SCANGRIP vasaljós eru prófuð samkvæmt ANSI/NEMA FL1 staðlinum