Auðvelda leiðin til að komast up á háaloft
Loft Line er sjálfstæð vara sem sett er upp í núverandi háaloftskerfið þitt.
Þegar við hönnuðum nýja Loft Line stigann var okkar markmið að búa til öruggari stiga, stiga sem var auðvelt að setja upp og enn einfaldari í notkun. Þetta er besti útdraganlegi háaloftsstiginn í öllum sviðum.
Öryggiseiginleikar
Þegar kemur að því að hanna stiga þá er öryggi forgangsatriði hjá okkur, og Loft Line er engin undantekning. Loft Line er útbúinn öllum þeim öryggiseiginleikum sem aðrir stigar frá okkur hafa, eins og öryggisflipa, breið og jafnslétt þrep, hallandi gúmmífætur og örugga opnun með einstaka bremsukerfinu okkar.
Loft Line er nú einnig framleidd með einkaleyfisvörðu þríhyrndu rörunum sem gerir hann sterkari og höggþolnari en áður. Þríhyrnda lögunin veitir einnig fullkomið grip fyrir hendurnar þegar þú klifrar upp og niður stigann.
Auðveldari í notkun
Loft Line er einstaklega auðveldur í notkun, þú aðeins liftir honum af rammanum og togar stigann út í opna stöðu. Þegar búið er að nota hann, þá er alveg jafn einfalt að leggja hann saman þar sem hann er útbúinn með Autostep®. Ýttu bara á takkana tvo hjá neðsta þrepinu og stiginn mun aflæsast á meðan þú ýtir og krækir hann á.
Auðveld uppsetning
Við erum einnig búin að endurhanna hvernig þú setur upp stigann, og höfum gert það enn einfaldara með nýjum eiginleikum eins og takka efst á MAXI stiganum til að draga rörin út. Þú færð auðvitað leiðbeiningar með stiganum hvernig þú átt að setja hann upp.