Vatnsheldur persónuhlífandi vinnujakki hannaður til að veita mikin sýnileika og vörn í áhættusömu vinnuumhverfi. Jakkinn veitir vottaða vörn gegn ljósboga, er með eðlislæga vörn gegn hita og eldi, og er með andrafstöðueiginleika. Vatnshelt efni og lokaðir saumar tryggja vörn við hvassar og blautar aðstæður. Fyrirfram beygðar ermar sem eru aðeins lengri að neðan og aukin sídd að aftan auka þægindi og vörn. Til að hámarka veðravörn er gott að para jakkan með vinnubuxum SN-6563.
- Mikil vörn gegn ljósboga
- Vottaður vatnsheldur samkvæmt EN 343
- Vottaður fyrir logsuðu og tengd störf, og fyrir vörn gegn vægari efnum
- Hliðarvasar varðir með flipa fyrir hentuga geymslu
- Bringuvasi með festingu fyrir persónuskilríki