Vatnsheldur skeljakki framleiddur úr sterku þriggja-laga GORE-TEX efni sem veitir framúrskarandi vörn gegn bleytu. Þessi endingargóði jakki er með fyrirfram beygðum ermum og GORE-TEX teygjuspjöldum sem aðlagast líkamanum til að tryggja gott snið og hreyfigetu allan vinnudaginn. Aukin sídd að aftan og á endunum á ermum auka veðravörn, og styrkingar með endurskini á olnbogum og neðarlega á ermum veita aukinn sýnileika og endingu. Þar að auki er jakkinn með áfestanlegri hettu sem hægt er að stilla til að hámarka vörn.
- Sterkbyggt þriggja-laga GORE-TEX efni sem andar vel með lokuðum saumum
- GORE-TEX teygjuspjöld fyrir aftan axlir
- Fyrirfram beygðar ermar, aukin sídd að aftan og á endunum á ermum
- Styrkingar með endurskini á onlbogum
- Áfestanleg hetta sem hægt er að hafa yfir hjálma, festing fyrir persónuskilríki og nóg af vösum