Hágæða vörur – Traust þjónusta
Núverandi aðsetur HAGI ehf, að Stórhöfða 37, var tekið í notkun árið 2006. Þar er fyrirliggjandi mjög rúmgóður sýningarsalur, sem geymir þverskurðinn af fjölbreyttu vöruframboði HILTI enda er uppsetning hans samkvæmt staðli móðurfélagsins. Í salnum er til reiðu geysilegt úrval verkfæra sem eiga það sammerkt að vinna sig í gegnum steypu, stál eða timbur á einn eða annan hátt. Þetta eru t.d. naglabyssur, skrúfvélar, kjarnaborar, slípirokkar, stingsagir, demantssagir og höggfleygar og er þá fátt eitt nefnt. Einnig er um að ræða ýmsar tengdar vörur eins og almenn trésmíðaverkfæri, múrfestingar, röraupphengjur og byggingavinklar. Öll tæki frá HILTI eru áletruð með ,,Lifetime service”. Þetta þýðir að notandi á rétt á 1-2 ára fríu viðhaldi og lífstíðar verksmiðjuábyrgð auk þess sem hann þarf ekki að standa straum af fullum viðgerðarkostnaði ef alvarleg bilun á sér stað. Boðið er upp á frítt lán á sambærilegu tæki á meðan viðgerð stendur yfir. HAGI ehf. býður upp á, auk áðurnefndra vara frá HILTI, vörur fyrir brunaþéttingar, lasermælingar, iðnaðarryksugur, batterísborvélar o.s.frv.
Auk HILTI vörulínunnar hefur HAGI ehf. opnað 260m² vinnufata- og öryggisvöruverslun við hlið HILTI verslunarinnar. Þar er boðið upp á vinnuföt og öryggisvörur frá heimsþekktum framleiðendum á borð við Honeywell, Snickers Workwear, Hellberg, UVEX, Miller og margt fleira.