SCANGRIP ÞRÍFÓTUR – Sveigjanlegur þrífótur til að hengja upp vinnuljós
SCANGRIP þrífóturinn er hannaður til að henta við allar vinnuaðstæður þar sem sveigjanleg lýsing er lykilatriði. Þrífóturinn veitir mikinn sveigjanleika í að stilla ljósið í nákvæmlega þá hæð og átt sem þarfnast hverju sinni, þar sem hann er stillanlegur frá 1,35m í 3m.
Þrífóturinn er framleiddur úr endingargóðu duftlökkuðu stáli og er með stálfestingu (10 mm skrúfugangur) sem er soðin á til að tryggja góða endingu. Þegar ekki er verið að nota þrífótinn fer lítið fyrir honum, og er hann aðeins 6 kg.
SCANGRIP þrífóturinn er með straumlínulagaða hönnun og samsetningu svo hann henti innan- sem utandyra.
Einnig er möguleiki að festa þrífótinn enn betur við jörðu með jarðhælum ef hann er útsettur fyrir vindi eða ef hann er settur á ójafnt yfirborð. Til að auka öryggi á meðan þrífóturinn er í notkun er hægt að hafa snúrurnar fyrir vinnuljósin í klemmunum sem eru að finna á hverjum fæti fyrir sig.