Einstaklega öflugur kastari sem hægt er að stjórna með BLUETOOTH og veitir 12.000 lúmen
NOVA 12K er öflugasti LED kastarinn í NOVA vörulínunni, og veitir allt að 12.000 lúmen. Fjölhæfur kastari fyrir kröfuhörðustu lýsingarverkefnin í öllum vinnuumhverfum.
Kastarinn hefur verið uppfærður úr 10.000 í 12.000 lúmen þökk se nýrri LED tækni og veitir gríðarlega mikla lýsingu með CRI gildi sem er nálægt dagsbirtu. Innbyggður dimmir gerir kleift að stilla birtustigið á 5 mismunandi þrep eftir því hversu mikil birta hentar hverju sinni.
Hýsing NOVA kastarans er framleidd úr sterku mótsteyptu áli sem stenst mikil högg og skjálfta. Þar sem ljósið er með IP67 ryk- og vatnsþéttni er hægt að nota það inni jafnt sem úti við hverskyns veðuraðstæður.
Aukinn sveigjanleiki með BLUETOOTH stjórnun
Með því að nota innbyggða BLUETOOTH stjórnun er auðvelt að stjórna allt að fjórum ljósum. Hægt er að kveikja og slökkva á ljósinu sem og stilla birtustigið svo það henti hverju sinni.
BLUETOOTH stjórnunin er fullkomin fyrir ljós sem erfitt er að teygja sig í, eins og þau sem eru fest á SCANGRIP þrífót.
Dreifðu SCANGRIP ljósinu
SCANGRIP býður upp á aukahlut fyrir vinnuljósið sem dreifir lýsingunni. Með því eykst notagildi ljóssins enn meira með nýjum möguleikum til að aðlaga ljósið að verkefninu sem er fyrir hendi. Ljósið mýkist og dreifist á stærra svæði, og kemur í veg fyrir mikla skugga. Það er aðvelt og öruggt að festa það á SCANGRIP ljósið.
Með því að dreifa lýsingunni er hægt að lýsa upp allt vinnusvæðið og á sama tíma vera með þægilegt og afkastamikið ljós þegar verið er að sinna ýmiss konar viðgerðum, málningar- eða byggingarvinnu.
Af hverju þú ættir að veja NOVA 12K
- Einstaklega öflugur LED kastari sem veitir allt að 12.000 lúmen
- Aukinn sveigjanleiki með BLUETOOTH stjórnun
- Innbyggður dimmir
- Ryk- og vatnsþéttni (IP67) svo hægt sé að nota ljósið í hverkyns veðuraðstæðum og vinnuumhverfum
- Sterkbyggð hýsing úr mótsteyptu áli sem stenst mikil högg og skjálfta
- CRI gildi sem er nálægt sólarljósi
Náðu í Light Control smáforritið
// App Store – iOS
// Google Play – Android
// Leiðbeiningar fyrir Light Control smáforritið
// Hönnun NOVA 12K er einstök og er varin með einkaleyfi í Evrópu RCD No 2954123.