Fjölhæft og endurhlaðanlegt LED handljós
Í MAG er að finna sameinaða virkni sem finnst í LED vinnuljósum og vasaljósum, sem gerir það að hentugu og fjölhæfu skoðunarljósi. Það er fullkomið fyrir ýmsar tegundir vinnu þar sem öflugt og sveigjanlegt ljós kemur sér vel, og þá getur ljósið ávalt verið til reiðu.
Með því að nota nýjustu LED tækni hafa afköst MAG aukist til muna. Ljósstyrkurinn hefur verið tvöfaldaður miðað við fyrstu útgáfu MAG. Ljósið hentar vel í flestar tegundir vinnu þökk sé framúrskarandi ljósstyrks bæði frá aðalljósinu og kastljósinu. Hægt er að hlaða ljósið með USB.
Þrír sterkir innbyggðir seglar og tveir krókar gera þér kleift að hafa ljósið í nákvæmlega þeirri stöðu sem þú villt. Þar að auki er hægt að beygja hausinn allt að 180°. Þetta gerir ljósið fullkomið sem skoðunarljós á vinnustað.
Af hverju að velja MAG?
- Sveigjanlegt og fjölhæft LED handljós
- Meiri ljósstyrkur en fyrsta útgáfa
- 2-í-1 vinnuljós
- Þrír sterkir innbyggðir seglar og tveir krókar fyrir fullkominn sveigjanleika
- Fullkomið sem skoðunarljós á vinnustað
// Hönnun MAG er einstök og er varin með einkaleyfi í Evrópu RCD No 2954123. MAG er einnig varið með CN hönnunareinkaleyfi No ZL201630333466.3 og CN Utility Model Patent No ZL201620770387.3.