Arfleifð byggist á nýsköpun þeirra sem þorðu að horfa fram á við. Í 50 ár hefur Snickers Workwear veitt iðnaðarfólki endingargóðan vinnufatnað, áreiðanlega vörn og snjallar lausnir sem styrkja einstaklinga í vinnu. Þegar þessum tímamótum er fagnað er ekki litið til baka með söknuði heldur stigið með djörfum skrefum fram á við.

Í gegnum tíðina hefur Snickers Workwear í stórum dráttum tekist á við fimm krefjandi vandamál fyrir notendur. Nú horfir fyrirtækið fram á við með fimm framtíðarsýnum af vinnufatnaði sem gætu mótað næstu 50 ár. Þeir sem leitast sífellt við að bæta sig festast ekki í fortíðinni og sannir nýsköpunaraðilar horfa alltaf fram á veginn.

Vandamál: Fólk hefur aðeins tvær hendur

Snickers Workwear þekkir þetta vandamál betur en flestir. Það eru einfaldlega takmörk fyrir því hvað hægt er að bera með tveimur höndum. Þess vegna hefur fyrirtækið í hálfa öld hannað fatnað sem bætir það upp. Allt byrjaði með verkfæravösunum, lausn sem hjálpaði ekki aðeins pirruðum rafvirkjum heldur öllu iðnaðarfólki að hafa verkfæri og tól við höndina og halda þeim frjálsum til vinnu. Í kjölfarið komu verkfæravestin sem bættu enn frekar árangur og vinnuvistfræði. Þar stöðvaði þróunin ekki og mun heldur ekki gera.

1975
Matti Viio: Upprunalegu Smekkbuxurnar

Snickers Workwear varð til út frá gremju. Árið 1975 missti rafvirki þolinmæðina því vinnufatnaðurinn stóðst einfaldlega ekki væntingar. Fötin uppfylltu hvorki kröfur um endingu né aðlögun að nútímaverkfærum, hvað þá hreyfanleika. Hann sagði upp starfinu og hannaði fyrstu verkfæravasana. Þar hófst sagan sem hefur mótað fatasögu fyrirtækisins síðan.

2000
4244 Verkfæravesti

Verkfæravestið er eitt besta dæmið um nálgun Snickers Workwear: að bæta það sem mannslíkaminn ræður ekki við sjálfur. Vestið auðveldaði iðnaðarfólki að bera allt það helsta með sér og halda höndunum frjálsum til vinnu án þess að fórna hreyfanleika.

20XX
Stoðgrind

Í framtíðarsýn Snickers Workwear eru stoðgrindur næsta skref í þróuninni. Þessi tækni sem hægt er að klæðast getur dregið úr líkamlegu álagi og aukið burðargetu með því að samlagast líkamanum. Hvort sem verið er að lyfta þungum hlutum eða vinna fyrir ofan höfuð gæti slíkur fatnaður aukið afköst og dregið úr líkum á álagstengdum meiðslum.

Vandamál: Fólk lýsir ekki í myrkri

Sýnileiki getur bjargað lífi í hættulegu vinnuumhverfi. Frá lélegu skyggni til erfiðra veðuraðstæðna getur það að sjást skilið á milli öryggis og hættu. Snickers Workwear hefur frá upphafi lagt áherslu á að auka öryggi og sýnileika með stöðugri þróun á efni og hönnun sem aðlagast breytilegum aðstæðum. Þegar áskoranir varðandi sýnileika breytast þróast lausnirnar áfram, því öryggi er aldrei valkvætt.

1997
5452 Sýnileika Vinnubuxur

Frá upphafi hefur Snickers Workwear einbeitt sér að því að tryggja að iðnaðarfólk sé öruggt og sjáist vel, óháð veðurskilyrðum. Á þeim tíma var það nýjung að nota endurskinsefni og áberandi liti eins og appelsínugulan og gráan. Þótt endurskinsefni virðist sjálfsögð í dag, þá voru þau það ekki áður fyrr. Þá veittu litirnir og efnið í fötunum frá Snickers Workwear stórt skref í átt að auknu öryggi og sýnileika.

2013
1973 Vatnsheldur Sýnileikajakki

Líkt og Evrópureglugerðir um sýnileikafatnað hefur sýnileikafatnaður Snickers Workwear einnig þróast, frá stífum plast endurskinsefnum yfir í sveigjanlega sauma og hitalokaða borða, sem tryggja að iðnaðarfólk sé sýnilegt við hvers kyns aðstæður.

20XX
Sjálflýsandi Vinnufatnaður

Fólk lýsir ekki í myrkri nema það klæðist fatnaði sem gerir það. Sjálflýsandi vefnaður gæti orðið næsta skref í þróun sýnileikafatnaðar, með snjöllum lausnum á lýsingu sem gætu aðlagast breyttum birtuskilyrðum. Með slíkri tækni verður öryggið bókstaflega sýnilegt.

Vandamál: Halda vinnufatnaði lengur í notkun

Vinnufatnaður er aðeins eins góður og endingin leyfir. Fyrir iðnaðarfólk skilar aukin ending sér í færri skiptum á fatnaði, færri truflanir í vinnu og aukin afköst. Snickers Workwear hefur alltaf lagt áherslu á að hámarka endingu með snjöllum hönnunum og háþróuðum efnum. En ending er ekki lokapunktur heldur áskorun sem er sífellt unnið að leysa.

2000
0135 Smekkbuxur

Snickers Workwear hefur frá upphafi haft það að markmiði að búa til vinnufatnað sem endist. Því lengur sem flíkin endist, þeim mun betra, bæði fyrir iðnaðarfólkið og umhverfið. Fyrirtækið hefur unnið með efni eins og beaver-nælon, DuraTwill, Kevlar, og í þessu tilfelli, CORDURA, til að þróa flíkur sem standast krefjandi vinnuaðstæður.

2017
6923 Floorlayer Vinnubuxur með Smíðavösum

Þessar buxur voru sérstaklega hannaðar fyrir fólk í gólflagningum og aðra sem eyða löngum tíma á hnjánum. Með hnjápúðavösum styrktum með Kevlar og lykilsvæðum úr Cordura efni, veita þær mikla endingu og langan líftíma í samanburði við hefðbundin efni.

20XX
Sjálfbætandi efni

Ímyndaðu þér vinnufatnað sem lagar sig sjálfur. Þetta hljómar eins og vísindaskáldskapur en byggir á raunverulegri tækni. Sjálfbætandi efni gætu lagað rifur eða skemmdir nánast samstundis og þar með lengt líftíma flíkurinnar, dregið úr sóun og tryggt að vinnufatnaðurinn standi sig áfram.

Vandamál: Erfið vinna ætti að vera auðveldari

Líkamlega krefjandi vinna snýst ekki bara um styrk, hún krefst líka einbeitingar, úthalds og réttra hjálpartækja. Vinnufatnaður sem á að auka frammistöðu á ekki aðeins að vera þægilegur, heldur á hann einnig að auka hagkvæmni og styðja vinnandi fólk í að vinna eins vel og það getur. Snickers Workwear hefur alltaf stefnt að því að gera vinnuna léttari, og nú horfir fyrirtækið fram á við með nýja sýn á frammistöðudrifna hönnun.

2011
1110 XTR Shield Jakki

Á þeim tíma var ekki sjálfgefið að efni í vinnufatnaði myndu styðja við aukna frammistöðu iðnaðarfólks. Þess vegna var ákveðið að gera eitthvað í því. Snickers Workwear þróaði léttan og þægilegan, vatns- og vindheldan jakka með lokuðum saumum og styrkingar á mikilvægum svæðum. Hann hafði í för með sér nýtt tímabil í þróun fatnaðar fyrir krefjandi vinnuaðstæður.

2015
6902 Vinnubuxur með Smíðavösum

Þessar teygjanlegu og slitsterku vinnubuxur, hannaðar með hreyfanleika og þægindi í huga, voru stórt skref í sögu Snickers Workwear. Þær sameina Rip-Stop og teygjanleg efni, og eru því einstaklega sterkar og auka hreyfigetu. Þær boðuðu komu nýrrar kynslóðar vinnufatnaðar sem setti ný viðmið í hönnun vinnufatnaðar með notkun teygjanlegra efna.

20XX
Hjálpsamleg gervigreind

Til að kanna hvað framtíðin gæti falið í sér leitaði Snickers Workwear til nemenda við Umeå Institute of Design með spurninguna: Hver er framtíð Snickers Workwear? Clara Häggström Germann svaraði með hugmynd að sérsniðinni gervigreind sem sameinar núverandi gervigreindartækni í sérsniðna hjálparhellu fyrir iðnaðarfólk. Hún gæti hjálpað með allt frá skráningu gagna til öryggisgreiningar og áhættumats, og gert þannig vinnudaginn léttari.

Vandamál: Allir líkamar þurfa vernd

Líkamleg vinna krefst mikils af líkamanum, og setur hann í stöðuga hættu á meiðslum. Að tryggja góða vernd fyrir iðnaðarfólk felur í sér að skilja hvernig líkaminn bregst við langvarandi álagi og hreyfingu. Snickers Workwear hefur einbeitt sér að þróa vinnufatnað sem verndar vinnandi fólk, og horfir nú fram á við til að þróa framtíð með betri og öruggari vinnufatnaði.

2003
3244 XTR Craftsmen vinnubuxur með smíðavösum, canvas+

Það skipti ekki máli hversu mikið reynt var að gera erfiðisvinnuna auðveldari, mikil meiðsli og áverkar í iðnaðinum héldu áfram að vera raunin. Snemma varð ljóst að mannslíkaminn er ekki hannaður til að vinna lengi á hnjánum. Þótt hnjápúðar hafi verið góð nýjung, þá var ekki gert ráð fyrir því að tveir jafnháir einstaklingar gætu setið á frábrugðinn hátt á hnjánum. Því tók Snickers Workwear hugmyndina lengra með þróun KneeGuard™ kerfisins: sex einfaldir en byltingakenndir saumar sem gera notandanum kleift að stilla hæð og staðsetningu púðanna nákvæmlega fyrir eigin líkamsgerð.

2023
6590 Teygjanlegar Vinnubuxur með Capsulized™ Hnépúðum og Smíðavösum

Snickers Workwear hefur eytt miklum tíma í að ekki aðeins tryggja að vinnufatnaðurinn endist sem lengst, heldur vinnandi fólk líka. Gott dæmi um það eru Capsulized™ hnépúðarnir. Í þessum buxum eru hnjápúðarnir fastir að framanverðu og staðsettir nákvæmlega yfir hnéð. Þeir veita hámarksvernd fyrir þau sem vinna oft á hnjánum. Þó buxurnar henti ekki öllum er hún hönnuð með allar líkamsgerðir í huga.

20XX
Loftgæðaskynjari

Þegar Snickers Workwear fagnar hálfri öld snýst framtíðarsýnin ekki um fortíðina heldur um að vernda starfsfólk í síbreytilegu umhverfi. Á þessum tímamótum snýr fyrirtækið sér til framtíðar með samstarfi við nýja kynslóð frumkvöðla. William Bo Roskær frá Umeå Institute of Design er með byltingakennda nýjung. Skynjari sem greinir hættuleg efni eins og asbest í lofti og lætur þannig notandann vita af ósýnilegum hættum. Skref í átt að öruggari framtíð.